Innlent

Haukur fundaði með lögreglu - var ekki á meðal hinna handteknu

Haukur Hilmarsson háskólanemi.
Haukur Hilmarsson háskólanemi.
Haukur Hilmarsson háskólanemi fundaði ásamt hópi fólks með Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra og Geir Jóni Þórissyni.

Lögreglan bauð fólkinu í upplestrarsal lögreglunnar þar sem spurningum fólksins var svarað. Í tilkynningu sem barst frá lögreglunni fyrr í kvöld segir að fundurinn hafi farið mjög friðsamlega fram.

Haukur hefur verið virkur mótmælandi að undanförnu og flaggaði meðal annars Bónus fána á alþingishúsinu í nóvember. Hann tók hins vegar ekki þátt í mótmælum í Alþingishúsinu í dag líkt og fullyrt hafði verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×