Lífið

Mariah Carey heimtar brúðargjafir

Nick Cannon og Mariah Carey.
Nick Cannon og Mariah Carey.

Söngkonan Mariah Carey, sem giftist Nick Cannon fyrir rúmum mánuði, sendi tölvuskeyti til allra ríku vina sinna þar sem hún biður þá vinsamlegast um að senda sér og lukkulega eiginmanni sínum brúðargjafir.

Hún gengur svo langt að senda skeytið til þeirra sem ekki var boðið í brúðkaupið sem fram fór á Bahamaeyjum að viðstöddum nánustu vinum og fjölskyldu.

100 manns fengu tölvuskeyti söngdívunnar þar sem hún útlistar nákvæmlega hvað hún vill fá í brúðargjöf eins og postulín og silfurbúnað sem er aðeins fáanlegt í verslunum Bergdorf Goodman.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.