Erlent

Uppáhald Stalíns lést í gær

Jósef Stalín hafði gaman af ballet.
Jósef Stalín hafði gaman af ballet.

Rússneska balletdansmeyjan, Olga Lepeshinskaya, sem dansaði áratugum saman við Bolshoi leikhúsið og vakti mikla athygli einræðisherrans Jósefs Stalín lest í gær, 92 ára að aldri.

Lepeshinskaya var fædd í Kiev árið 1916. Hún gekk til liðs við Bolshoi ballettinn árið 1933. Stalín mætti á fjölmargar sýningar hennar við leikhúsið og talið era ð Lepeshinskaya hafi verið uppáhalds dansarinn hans. Hún dansaði við Bolshoi leikhúsið allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar.

Lepeshinskaya lést í svefni á heimili sínu í Moskvu. Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, hefur sent fjölskyldu hennar samúðakveðjur sínar.

Það var Reuters fréttastofan sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×