Lífið

Æstir aðdáendur sátu um Garðar Cortes

Fjöldi aðdáenda flykktist að Garðari eftir tónleikana á Trafalgar torgi og heimtuðu eiginhandaráritun.
Fjöldi aðdáenda flykktist að Garðari eftir tónleikana á Trafalgar torgi og heimtuðu eiginhandaráritun.

Stórsöngvarinn Garðar Thor Cortes hóf upp raust sína á Trafalgar torgi í Lundúnum í dag á góðgerðartónleikum á vegum Cherie Blair og Loomba sjóðsins. Æstir aðdáendur heimtuðu eiginhandaráritun eftir tónleikana.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum lék veðrið við Garðar Thor á Trafalgar torgi. Eftir tónleikana flykktust aðdáendur Garðars að honum í von um eiginhandaráritun.



Garðar Thor hefur upp raust sína. Fjöldi manns á Trafalgar torgi hlustaði á íslenska stórsöngvarann.
Tilgangur Cherie Blair og Loomba sjóðsins er að aðstoða börn sem eiga feður sem ekki geta verið hjá þeim vegna náms, aðallega á Indlandi.

Talsmaður tónleikanna sagði í viðtali við Daily Express um helgina að Cherie væri mikill aðdáandi Garðars eftir að hún sá hann syngja í galakvöldverði í Singapore þar sem Tony Blair eiginmaður hennar var aðalræðumaðurinn.

Garðar öðlaðist miklar vinsældir í Bretlandi með plötu sinni Cortes sem gefin var út þar í fyrra, og var meðal annars tilnefndur til Brit verðlauna fyrir gripinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.