Fótbolti

Fjórða liðið sem Hiddink stýrir upp úr riðlakeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guus Hiddink, þjálfari Rússlands.
Guus Hiddink, þjálfari Rússlands.

Hollendingurinn Guus Hiddink hefur náð frábærum árangri sem þjálfari. Hann þjálfar í dag rússneska landsliðið sem komst upp úr D-riðli Evrópumótsins með því að vinna Svía.

Rússland er fjórða þjóðin sem hann nær að komast með upp úr riðlakeppni stórmóts. Áður hafði hann náð því með Hollandi, Suður-Kóreu og Ástralíu.

Hiddink virðist geta náð árangri með hvaða mannskap sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×