Lífið

Vilhjálmur Þ. kvænist Guðrúnu á afmælisdegi hennar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir eru glæsilegt par.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir eru glæsilegt par.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætlar að ganga í það heilaga á sunnudaginn með Guðrúnu Kristjánsdóttur. Svo skemmtilega vill til að að Guðrún heldur upp á sextugsafmæli sitt sama dag.

„Já, við vorum búin að ákveða það fyrir nokkru að gera þetta á afmælisdegi hennar," segir Vilhjálmur Þ. aðspurður um tímasetninguna. „Við erum afskaplega hamingjusöm og það má segja að ástin blómstri sem aldrei fyrr," segir Vilhjálmur og viðurkennir að þessi atburður sé ákveðinn áfangi í lífi hans og Guðrúnar. „Við erum búin að vera saman í tæp átta ár og þetta er afskaplega stór stund fyrir okkur."

Athöfnin fer fram í Grafarvogskirkju og gefur Vigfús Þór Árnason þau Vilhjálm og Guðrúnu saman. Vilhjálmur segir að Karlakór Reykjavíkur muni syngja tvö lög við athöfnina og félagarnir Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson muni taka þrjú lög. Að athöfn lokinni verður blásið til fjölskylduveislu á heimili þeirra í Ljárskógum.

Og brúðkaupsferðin verður að bíða betri tíma að sögn Vilhjálms. „Við ætlum í brúðskaups- og golferð seinna í sumar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.