Lífið

Byrjuð að búa með Timberlake

Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel hafa ákveðið að stíga stórt skref í sambandinu því þau eru byrjuð að búa saman. Leikkonan er flutt með allt sitt hafurtask inn til söngvarans sem býr í risastoru húsi með hvorki meira né minna en sex uppábúnum svefnherbergjum.

Hús Timberlake hefur í gegnum tíðina verið fullkominn staður fyrir skemmtanahald en leikkonan er um það bil að breyta því hið snarasta. Hún er ansi sniðug stelpan því hún lánaði foreldrum sínum gamla heimilið sitt því ekki kærir hún sig um að selja það og eflaust líka til að hafa varann á ef söngvarinn stendur sig ekki í sambúðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.