Íslenski boltinn

Selfyssingar gætu komist í úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og Fjölnis á liðnu tímabili.
Úr leik Fram og Fjölnis á liðnu tímabili. Mynd/Daníel

Ef Fram og Fjölnir verða sameinuð og tefla fram einu liði í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári er ljóst að þar með losnar sæti fyrir eitt lið.

Selfyssingar urðu í þriðja sæti í 1. deildinni og myndu þar með taka lausa sætið. Þetta hefði í för með sér keðjuverkun niður í þriðju deildina.

Víðir úr Garði myndu þar með færast upp í 1. deildina og KV upp í 2. deildina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×