Innlent

Hamstra innfluttar nauðsynjar

Fólk er farið að hamstra ýmsar erlendar nauðsynjavörur af ótta við miklar hækkanir á næstu dögum í kjölfar falls krónunnar.

Meðal annars hömstruðu margir bensín á Suðurnesjum í gærkvöldi eftir að SMS-skilaboðum var dreift með þeim upplýsingum að mikil bensínhækkun væri yfirvofandi, jafnvel strax í dag. Þá er fréttastofunni kunnugt um að fólk sé eitthvað farið að afpanta utanlandsferðir, jafnvel þótt það glati staðfestingargjaldi eða innágreiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×