Verið að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða 17. nóvember 2008 12:02 MYND/GVA Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld séu að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða króna án þess að ráðfæra sig við Alþingi. Öllum upplýsingum um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið vegna Icesave hafi verið haldið frá utanríkismálanefnd. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegra að tala um uppgjöf, ósigur eða tap heldur en lausn hvað varðar Icesave deiluna. Nú virðist nákvæmlega það vera að gerast sem ráðherrar sögðu ekki koma til greina fyrir nokkrum dögum og vikum að við gæfust upp í Icesave-málinu, létum kúga okkur eða þvinga til að ábyrgjast gríðarlegar skuldbindingar án þess að hafa fengið lögformlega niðurstöðu í hverjar okkar lagalegu og þjóðréttarlegu skyldur eru. Steingrímur segir að nú viðurkenni menn að umsóknin til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið tekin í gíslingu af Evrópusambandinu en menn hefðu harðneitað því áður að slíkt yrði liðið. Rökin væru engin önnur en þau að við gætum ekki annað. Steingrímur segir ríkisstjórnina standa uppi ráðþrota og úrræðalausa, hafandi sett allt sitt traust á umsóknina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ekki reynt að hafa nein önnur úrræði upp í erminni. Allt sé þetta gert með leynd og án þess að Alþingi og ekki einu sinni utanríkismálanefnd fái að sjá neina pappíra. Þingmenn sem og aðrir lesi skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst í DV og sé það í samræmi við að lengi vel hafi Finacial Times verið helsta heimild íslensku þjóðarinnar um það sem væri að gerast hjá ríkisstjórn Íslands. Steingrímur segir Íslendinga sæt tvöföldum þvingunarskilmálum, fyrst af hálfu Evrópusambandsins og svo Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Honum sýnist að mikið leikrit hafi verið sett á svið yfir helgina þar sem ríkisstjórnin héldi uppgjöf sinni í Icesave-deilunni leyndri fram yfir laugardag vegna mótmælanna en notaði föstudagskvöldið til að kynna afar innihaldsrýran heimilispakka til að reyna að róa ástandið. „Ég verð að lýsa megnustu óánægju með hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á þessu og með samskiptin við hana um þessi mál fyrir okkar hönd í stjórnarandstöðunni, fyrir hönd Alþingis og þjóðarinnar," segir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld séu að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða króna án þess að ráðfæra sig við Alþingi. Öllum upplýsingum um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið vegna Icesave hafi verið haldið frá utanríkismálanefnd. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegra að tala um uppgjöf, ósigur eða tap heldur en lausn hvað varðar Icesave deiluna. Nú virðist nákvæmlega það vera að gerast sem ráðherrar sögðu ekki koma til greina fyrir nokkrum dögum og vikum að við gæfust upp í Icesave-málinu, létum kúga okkur eða þvinga til að ábyrgjast gríðarlegar skuldbindingar án þess að hafa fengið lögformlega niðurstöðu í hverjar okkar lagalegu og þjóðréttarlegu skyldur eru. Steingrímur segir að nú viðurkenni menn að umsóknin til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið tekin í gíslingu af Evrópusambandinu en menn hefðu harðneitað því áður að slíkt yrði liðið. Rökin væru engin önnur en þau að við gætum ekki annað. Steingrímur segir ríkisstjórnina standa uppi ráðþrota og úrræðalausa, hafandi sett allt sitt traust á umsóknina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ekki reynt að hafa nein önnur úrræði upp í erminni. Allt sé þetta gert með leynd og án þess að Alþingi og ekki einu sinni utanríkismálanefnd fái að sjá neina pappíra. Þingmenn sem og aðrir lesi skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst í DV og sé það í samræmi við að lengi vel hafi Finacial Times verið helsta heimild íslensku þjóðarinnar um það sem væri að gerast hjá ríkisstjórn Íslands. Steingrímur segir Íslendinga sæt tvöföldum þvingunarskilmálum, fyrst af hálfu Evrópusambandsins og svo Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Honum sýnist að mikið leikrit hafi verið sett á svið yfir helgina þar sem ríkisstjórnin héldi uppgjöf sinni í Icesave-deilunni leyndri fram yfir laugardag vegna mótmælanna en notaði föstudagskvöldið til að kynna afar innihaldsrýran heimilispakka til að reyna að róa ástandið. „Ég verð að lýsa megnustu óánægju með hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á þessu og með samskiptin við hana um þessi mál fyrir okkar hönd í stjórnarandstöðunni, fyrir hönd Alþingis og þjóðarinnar," segir Steingrímur J. Sigfússon
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira