Innlent

Segja Landlæknisembættið verja lækna

„Ef þú þarft að leita þér hjálpar á Geðdeildinni þá skaltu ekki segja frá því ef þú ert fíkill líka," segja foreldrar drengs sem lést fyrir um tveimur árum. Þau segjast hafa komið að lokuðum dyrum þegar þau reyndu að hjálpa drengnum sínum. Þá segja þau Landlæknisembættið óþarft þar sem það hugsi bara um að verja læknanna.

Haukur Freyr Ágústsson lést 9. júní 2006 þá 24 ára að aldri. Hann greindist með þunglyndi 15 ára og fór fyrst inn á geðdeild þegar hann var 19 ára þá eftir að hann hafði reynt að fremja sjálfsvíg. Barátta Hauks við geðraskanir og fíkn tók á og á fimm árum gerði hann um 40 tilraunir til að svipta sig lífi. Foreldrar hans þau Birna Dís og Hannes segja að það hafi verið erfitt að fá hjálp fyrir drenginn.

Haukur Freyr sat í fangelsi í 2 mánuði. Daginn sem honum var sleppt úr fangelsi kvartaði hann undan verk í baki og fékk 15000 mg af morfínskyldu lyfi frá fangelsislækni. Það var gert þrátt fyrir að hann ætti að mæta á geðdeildina tæpum sólarhring síðar. Í kjölfarið lögðu foreldrar Hauks fram kvörtun hjá Landlækni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×