Innlent

Miklar hækkanir á matarkörfunni á milli mánaða

MYND/Valli

Miklar hækkanir voru á vörukörfu ASÍ á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í september og október.

Á heimasíðu sambandsins kemur fram að karfan hafi hækkað á bilinu 5-13 prósent í öllum verslanakeðjum að Hagkaupum og 10-11 undaskildnum. Þar hækkaði matarkarfan um 2-3 prósent. Miklar hækkanir eru áberandi í flestum vöruflokkum körfunnar en mjólkurvörur og ostar hækka minnst.

Þannnig hækkaði vörukarfan mest í Nettó, eða um 12,7 prósent, í Samkaupum-Strax um 12,5 prósent og í Kaskó um 10,6 prósent. Hækkunin í Bónus reyndist 8,1 prósent á milli mánaða og 7,3 prósent í Krónunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×