Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að selja Hargreaves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Hargreaves, leikmaður Manchester United.
Owen Hargreaves, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Orðrómur hefur verið á kreiki um að Alex Ferguson hafi í hyggju að selja Owen Hargreaves en hann þvertók fyrir það í gærkvöldi.

Hargreaves hefur átt við ítrekuð meiðsli að stríða síðan hann gekk til liðs við United frá Bayern München á síðasta ári fyrir átján milljónir punda.

„Það er mikilvægt að það komi fram að Owen er ekki til sölu," sagði Ferguson. „Það kemur ekki einu sinni til greina."

„Hann hefur verið meiddur nokkrum sinnum síðan hann kom hingað en stuðningsmenn félagsins gleyma ekki hversu mikilvægur hann var liðinu í Evrópukeppninni á síðasta tímabili. Hann spilaði nokkra mikilvæga leiki fyrir okkur."

Ferguson bætti við að meiðsli Owen væru vissulega erfið en að hann hefði fulla trú á því að hann væri á réttri leið og myndi ná fullum bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×