Innlent

Ástþór borinn út af fundi

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.

Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, var borinn út af skipulagsfundi breiðfylkingarinnar Opinn borgarfundur í gær eftir að hann varð ekki við óskum fundargesta um að yfirgefa húsnæðið. Ástþór sakar hreyfinguna um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Breiðfylkingin hefur staðið fyrir opnum borgarafundum undanfarnar vikur, meðal annars í Iðnó og Háskólabíó. Forsvarsmenn hreyfingarinnar, þar á meðal Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, funduði í Borgartúni í gærkvöldi og þar mætti Ástþór Magnússon.

Fundargestir óskuðu eftir því að Ástþór myndi yfirgefa svæðið. Ástþór óskaði þá eftir því að fá að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúi en því var einnig hafnað.

,,Það komu aðvífandi að mér þrír menn og þeir bara báru mig út af fundinum," segir Ástþór. ,,Þeir tóku undir handleggin á mér og skúbbuðu mér út úr húsnæðinu."

Ástþór segir að málið hafi getað endað í slagsmálum. ,,En ég er svo mikill friðarsinni að ég hef aldrei á ævinni lent í slagmálum og náttúrulega fer ekki út í svoleiðis. En ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði þetta farið út í slagsmál. Andrúmsloftið var þannig að ég fékk alla flóruna yfir mig af fúkmælum frá leikstjóranum áður en þetta gerðist."

Ástþór sakar hreyfinguna um ólýðræðisleg vinnubrögð. ,,Ég get ekki svarað hvað þeim gekk til en það er alveg ljóst að þetta var alveg meira í ætt við fasískan fund eins og einhvern undirbúningsfund hjá Hitlersæksunni en einhverskonar lýðræðisleg samtök það er alveg ljóst."

Fréttastofa hafði samband við forsvarsmenn opins borgarafundar í morgun og þar fengust þær upplýsingar að Ástþór hefði ekki verið borin út. Nærveru hans hefði hins vegar ekki verið óskað þar sem hann stæði sjálfur á bak við framboð Lýðræðishreyfingarinnar og væri því pólitískur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×