Innlent

N1 lækkar verð á sjö þúsund vörutegundum

Olíufélagið N1 hefur lækkað verð á yfir sjö þúsund vörutegundum hjá sér í morgun auk þess sem eldsneytisverð hjá fyrirtækinu hefur enn einu sinni lækkað. Lækkanirnar ná að sögn til fjölmargra vöruflokka en bensínlítrinn lækkaði um tvær krónur í morgun og dísellítrinn lækkaði um fjórar krónur.

Í tilkynningu frá félaginu segir að um sé að ræða sjöttu eldsneytislækkunina á tíu dögum og hefur bensínið lækkað um 43 krónur á lítra og díselolían um 41 krónu. Helsta ástæða verðlækkunarinnar er sögð vera styrking krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×