Lífið

Adrenalín og skemmtun í Háskólabíói

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/ Stefán.

Hin árlega BANFF kvikmyndasýning verður haldin í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Um er að ræða stuttmyndir af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda fjallamennsku af ýmsum toga. Myndirnar eru mjög fjölbreyttar en eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil einstaklingsins við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun fléttast saman.

„Íslenski alpaklúbburinn hefur staðið fyrir komu þessarar sýningar hingað til lands um árabil og er óhætt að segja að sýningin sé orðinn ómissandi viðburður hjá öllum sem áhuga hafa á fjallamennsku. Það er á engan hallað þegar við segjum að enginn annar viðburður á Íslandi sameinar jafnmarga afreks- og áhugamenn í jaðaríþróttum undir sama þaki og Banff gerir," segir í tilkynningu frá Íslenska Alpaklúbbnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.