Lífið

Kraumur hefur Innrásina

Benni Hemm Hemm tók lag af nýjustu plötu sinni á blaðamannafundinum í dag.
Benni Hemm Hemm tók lag af nýjustu plötu sinni á blaðamannafundinum í dag.

Kraumur kynnti í hádeginu í dag á Iðnó stuðning sinn tónleikahald innanlands í tengslum við Innrásina, nýtt átak sem hefur það að markmiði að greiða leið tónlistarmanna til tónleikahalds á landsbyggðinni. Alls hljóta fimm tónleikaferðir og fjórtán flytjendur Innrásar-stuðning frá Kraumi. Meðal styrkhafa er Sumargleði Kimi Records þar sem Benni Hemm Hemm, Morðingjarnir, Borko og Reykjavík! munu leika á sjö tónleikum á tíu dögum víðsvegar um landið, 14. til 23. júlí.

„Hugmyndin að baki Innrásinni er m.a. sú staðreynd að stundum virðist auðveldara fyrir listamenn og hljómsveitir að spila erlendis, frekar en hérlendis. Með Innrásinni er ætlunin að styðja listamennina beint og auðvelda þeim tónleikhald innanlands með fjárhagslegum styrk, ferða- og græjustuðning. Jafnframt er stefnt á að búa til gagnagrunn yfir tengiliði sem nýst geta listamönnum við skipulagningu tónleika úti á landi," segir í fréttatilkynningu.

Fyrir utan Sumargleði Kimi Records fengu einni styrk Tónlistarhópurinn Njútón, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðurleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og hljómsveitirnar Bloodgroup og Skátar sem ætla í tónleikaferðalag saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.