Innlent

Sýking í síld meiri en talið hafði verið

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum.

Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Ástand síldarstofnsins við Suðvesturland er afar slæmt en sníkillinn hefur lagst á um 70% stofnsins þar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Undanfarið hefur Hafrannsóknastofnun rannsakað útbreiðsluna og liggja fyrstu niðurstöður nú fyrir. Samkvæmt þeim er 40% stofnsins sýktur í Breiðafirði og Faxaflóa líkt og talið var en ástandið við suðvesturstöndina er verra og allt að 70% stofnsins sýktur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×