Innlent

Treyja Ólafs fór á eina milljón króna

Landliðstreyja Ólafs Stefánssonar sem hann klæddist í úrslitaleik Ólympíuleikanna var slegin á eina milljón króna á glæsimarkaði í Perlunni í dag. Milljónin líkt og allur annar ágóði af markaðnum rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins.

Fjölmargir gerðu reyfarakaup á glæsimarkaðnum í Perlunni í dag á notuðum og nýjum fatnaði, skóm, skarti og húsmunum sem fyrirtæki og einstaklingar höfðu látið af hendi rakna.

Spennan magnaðist þegar kom að uppboði þar sem meðal annars var hægt að bjóða í landsliðstreyju Ólafs Stefánssonar og hún var heldur betur eftirsótt. Fyrsta boð hljóðaði upp á 80 þúsund króinur en sá sem hreppti hana greiddi eina milljón króna fyrir.

Guðrún Ögmundsdóttir er ekki leiðinleg kona. Sunnudagslæri heima hjá henni var slegið á 120 þúsund krónur en fyrsta boð hljóðaði upp á 12 þúsund. Kjóll Bjarkar fór á 110 þúsund, golfhringur með Birgi Leifi Hafþórssyni á 105 þúsund og sá eða sú sem fór heim með lampa eftir Ólaf Elíasson borgaði 2,1 milljón.

6,5 milljónir söfnuðust á uppboðinu sem renna í Fatímusjóð Jóhönnu Kristjónsdóttur sem stefnir að því að byggja skóla fyrir 400 jemensk börn og konur en talið er að 60 prósent jemenskra kvenna séu ólæsar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.