Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag 5. nóvember 2008 15:17 MYND/KK Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira