Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag 5. nóvember 2008 15:17 MYND/KK Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal. Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal.
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira