Kjör Obama hefur mikla þýðingu fyrri bandarískt samfélag 5. nóvember 2008 15:17 MYND/KK Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hefur gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkts við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumanns Alþjóðamálastofnunar. Silja segir aðspurð að miðað við kannanir síðustu vikna komi sigurinn ekki á óvart en fólk hefði haft ákveðnar efsasemdir vegna kynþáttaspennu í Bandaríkjunum. Sigur Obama var ekki eins stór og sumar kannanir gerðu ráð fyrir. Hann hlaut tæplega 350 kjörmenn en keppninauturinn John McCain um 160 en spár gerðu sumar ráð fyrir að hann fengið 390 kjörmenn að sögn Silju Báru. Aðspurð um hvaða þýðingu kjör Obama hafi segir hún að það hafi gífurlega þýðingu fyrir bandarískt samfélag. Hún bendir á að Obama hafi fæðst áður en réttindabarátta blökkumanna hafi náði hámarki. „Myndin af Jesse Jackson að tárast, hún náði að taka alveg saman hversu miklu máli þetta skiptir fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum sem hafa verið í veikri stöðu og haft lítil áhrif í stjórnmálum til þessa," segir Silja. Hún bendir á að hlutfall svartra kjósenda af heildarfjölda skráðra kjósenda í Bandaríkjunum hafi farið úr tíu prósentum í tólf í kosningunum. Hún segir þennan áhuga geta leitt til aukinnar þátttöku blökkumanna í bandarískum stjórnmálum. Of snemmt sé þó að segja til um það en þeir séu vissulega komnir með sterka fyrirmynd. Kjörið skiptir einnig máli fyrir Afríku Þá segir Silja að kjörið skipti einnig máli fyrir Kenía, þaðan sem Obama er ættaður, og sömuleiðis önnur Afríkuríki sem eru í hópi valdaminnstu landa heimsins. „Það skiptir máli að maður sem kemur frá jaðri valdsins sé þarna að komast í áhrifamestu stöðu heimspólitíkunnar. Fólk í fátækustu löndum heims getur samsamað sig honum að einhverju leyti," segir Silja Bára. Um stefnu Obama segir Silja Bára að erfitt sé að segja nákvæmlega til um hana. Kosningasaga hans á þinginu sé langt til vinstri en hann hafi þó ekki kosið í mjög mörgum málum. „Í kosningabaráttunni hefur hann verið að færa sig lengra inn á miðjuna til þess að ná til hófsamra repúblikana," segir Silja. Forvitnilegt verði að sjá hvort hann muni vinna að bótum á félagslega kerfinu eða færi sig lengra inn á miðjuna. „Maður fer að sjá vísbendingar þegar hann fer að stilla upp í ríkisstjórnina," segir Silja og bendir á að sterkur orðrómur sé um að það verði nokkrir repúblikanar verði þar á meðal.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira