Innlent

Biskup vígði Guðríðarkirkju í Grafarholti

Altaristafla hinna nýju Guðríðarkirkju, sem biskup Íslands vígði í Grafarholti í Reykjavík í dag, er ekki inni í kirkjunni heldur utanhúss og virða kirkjugestir hana fyrir sér í gegnum risastóran glugga.

Athöfnin hófst með því að forystumenn safnaðarins og kórfélagar ásamt biskupum, prestum og djáknum gengu í prósessíu til hnnar nýju kirkju með helga gripi hinnar. Guðríðarkirkja heitir eftir Guðríði Þorbjarnardóttur, sem fyrst evrópskra kvenna ól barn í Ameríku fyrir þúsund árum en fór síðar í pílagrímsför til Rómar og reisti kirkju í Skagafirði.

Altaristaflan er óvenjuleg og það snjóaði á hana í dag enda er hún útilistaverk í garði fyrir utan gluggann. Grafarholtssöfnuður er yngsti söfnuður landsins, sóknarprestur er Sigríður Guðmarsdóttir, en það var biskup Ísland sem vígði kirkjuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×