Innlent

Íslendingar áhugasamir um fasteignakaup erlendis

Þrátt fyrir hæstu stýrivexti í heimi og spár um 30 prósenta lækkun fasteignaverðs,  er ein stærsta fasteignasýning Norðurlanda haldin í Vetragarðinum í Smáralind um helgina.  

Á sýningunni eru saman komnir hátt í 20 söluaðilar frá fjölmörgum löndum. Bjóða þeir fasteignir af öllum stærðum og gerðum til sölu víðs vegar um heiminn, í löndum eins og Brasilíu, Tælandi, Marokkó, Spáni og Panama svo eitthvað sé nefnt. Og fólk er bæði að skoða sér framtíðarheimili og sumarhús ef marka má orð söluaðilanna.

Sýningin fór rólega af stað í morgun en um tvöleitið í dag hafði sýningargestum fjölgað og sumir voru einkar áhugasamir.

Krepputal hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og því hlýtur maður að spyrja sig hvort tímasetningin á sýningu sem þessari sé ekki svolítið einkennileg. En söluaðilar eru bjartsýnir, enda bjóðast kaupendum afar hagstæð kjör að þeirra sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×