Lífið

Dóttir glímukappa fækkar fötum

Glímukappinn Hulk Hogan hefur líklega átt betri ár. Hann skyldi við konu sína til margra áratuga og skömmu síðar varð sonur hans valdur að alvarlegu bílslysi sem hann situr nú inni fyrir. Nú er hinsvegar komið að dóttur hans, Brooke, að gera pabba gráhærðan.

Brooke, sem er tvítug, ákvað að sitja fáklædd fyrir í júlíhefti karlablaðsins Maxim. Reyndar hafði hún lofað pabba sínum að myndirnar yrðu innan siðsemismarka, en annað kom á daginn. Stúlkan hefur vart undan nú að kynna nýjan raunveruleikaþátt sinn, „Brooke Knows Best". Pabbinn ku vera titlinum alls ósammála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.