Innlent

Helgi Hjörvar: Forseti og forsætisráðherra séu launahæstir

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar. MYND/Valgarður

Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Árna Mathiesen fjármálaráðherra út í laun forstjóra ríkisstofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á Alþingi í dag. Helgi fagnaði frumkvæði ríkisstjórnar um að lækka laun þeirra sem heyra undir kjararáð en hann vakti athygli á því að ríkisforstjórar séu oft og tíðum með hærri laun en forsætisráðherra, sem að mati Helga á að vera hæst launaðasti ríkisstarfsmaðurinn, að forseta Íslands undanskildum.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra benti á að Geir Haarde forsætisráðherra hafi í bréfi sínu til kjararáðs á dögunum greint frá því að ríkisvaldið muni, í kjölfar þess að kjararáð lækkar laun embættismanna og kjörinna fulltrúa, fara í viðræður um svipaðar breytingar á launum hjá ríkisstofnunum. Þar er átt við ríkisstofnanir og fyrirtæki sem ríkið á meira en fimmtíu prósent í.

Árni sagði erfitt að segja hversu langt eigi að ganga í þeim efnum en sagði að það verði sennilega í átt að því sem Helgi ræddi um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×