Enski boltinn

Wenger ósáttur við sígarettumynd Gallas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
William Gallas í leik með Arsenal.
William Gallas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Breskir fjölmiðlar birtu í dag mynd af William Gallas með sígerettu í munnvikinu er hann yfirgaf skemmstað seint á miðvikudagskvöldið.

Arsene Wenger ræddi málið á blaðamannafund Arsenal í dag og lýsti yfir óánægju sinni með fyrirliðann sinn.

„Hann ber vissa ábyrgð sem fyrirliði Arsenal og þetta er ekki líðandi. Ég sá ekki myndina en mér líkar þetta engan veginn."

Wenger sagði enn fremur að ábyrgð fyldi því að vera fyrirliði Arsenal. „Hann er í sviðsljósinu og ber ábyrgð samkvæmt því. Þetta er eins fyrir alla í hans stöðu."

Gallas hefur ekki getað leikið með Arsenal síðustu tvær vikur vegna meiðsla á læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×