Erlent

Múslimar með vopnabrak á Fiskitorgi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Milli tvö og þrjú hundruð múslimar í Kaupmannahöfn stóðu fyrir óeirðum á svokölluðu Fiskitorgi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að lögreglan þurfti að beita piparúða og handtaka fimm manns til að stilla til friðar.

Ekki er fullljóst hvað olli uppþotinu en lögregla telur að það tengist harðvítugum deilum vélhjólasamtakanna Vítisengla og innflytjenda sem hinir síðarnefndu segjast nú hafa fengið sig fullsadda af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×