Íslenski boltinn

Mjög heppileg úrslit fyrir okkur

Mynd/Víkurfréttir

Guðmundur Steinarsson segir að tap FH-inga gegn Fram í gær hafi komið Keflvíkingum þægilega á óvart, en segir suðurnesjamenn mjög einbeitta í atlögu sinni að titlinum.

"Þessi úrslit komu mér sannarlega á óvart en Framararnir eru búnir að sýna það í sumar að þeir eru með hörkulið, þó svo að sigurinn hafi verið nokkur stór. Þeir komust yfir í leiknum og þá þurfti FH að koma framar á völlinn. Það er staða sem þeim líkar vel og þeir nýttu skyndisóknirnar vel. Þetta voru mjög heppileg úrslit fyrir okkur," sagði Guðmundur í samtali við Vísi.

"Menn eru nú alveg á jörðinni hérna því það er ekkert komið í hús ennþá. Einbeitingin er til staðar hjá okkar leikmönnum og ég verð ekki var við spennu eða stress í okkar herbúðum," sagði Guðmundur, sem hefur spilað eins og engill með liði Keflavíkur upp á síðkastið og er markahæstur í Landsbankadeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×