Innlent

ESB-aðild skipti sköpum fyrir Svía

Göran Persson er fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð og forsætisráðherra þar í landi.
Göran Persson er fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð og forsætisráðherra þar í landi.

Íslenska bankakreppan er mun alvarlegri og dýpri en sú sem Svíar gengu í gegnum í byrjun síðasta áratugar að mati Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann segir að Evrópusambandsaðild hafi skipt sköpum fyrir Svía til að vinna bug á kreppunni.

Svíar lentu í erfiðri bankakreppu í byrjun síðasta áratugar og þurftu í kjölfarið að endurskipuleggja nánast allt sitt fjármálakerfi.

Fjallað var um reynslu Svía af þessari kreppu á fundi Samtaka fjárfesta og viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í Háskólanum í dag.

Sérstakur heiðursgestur var Göran Persson, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Svíþjóðar.

Göran segir erfitt að bera saman íslensku bankakreppuna og þá sænsku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×