Erlent

NASA safnar gúmmíöndum

Vísindamenn bíða þess að endurnar skili sér undan jöklinum.
Vísindamenn bíða þess að endurnar skili sér undan jöklinum.

Í september sjósetti NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, 90 merktar baðendur undir Jakobshavnjökli á Grænlandi í þeim tilgangi að rannsaka farveg bráðnunarvatns um jökulbreiðuna.

„Enn höfum við ekki frétt af þeim,“ sagði Alberto Behar, vélmennasérfræðingur hjá NASA í viðtali við BBC, en hann stendur fyrir rannsókninni. „Ef einhver finnur eina þeirra þá yrði það stór áfangi.“

Áætlað var að endurnar myndu synda um farveg bráðnunarvatnsins undir ísnum og myndu á endanum skila sér út í hafið við vesturströnd Grænlands. Enn hefur þó engin þeirra fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×