Lífið

Synir Sivjar skjóta af haglabyssu

SB skrifar
Hákon Juhlin Þorsteinsson og Húnbogi Þorsteinsson. Æfa haglabyssukostofimi í Hafnarfirði.
Hákon Juhlin Þorsteinsson og Húnbogi Þorsteinsson. Æfa haglabyssukostofimi í Hafnarfirði. Mynd/Heimasíða Sivjar Friðleifsdóttur

"Þetta er bara hefðbundin íþróttagrein," segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. Synir hennar Hákon Juhlin Þorsteinsson og Húnbogi Þorsteinsson æfa haglabyssukostofimi í Hafnarfirði.

Siv líst vel á íþróttaiðkun sona sinna.

"Pabbi þeirra átti nú frumkvæðið og skráði þá í þetta. Þeir eru nýbyrjaðir en finnst þetta mjög gaman," segir Siv en töffaraskapur virðist hefðin í fjölskyldunni. Siv klæðist reglulega leðurgallanum og þeysir um göturnar á svörtum fáki og nú munda lambúshettuklæddir synir hennar haglabyssuna af fimi.

Spurð hvort þetta sé ekki hættulegt sport segir Siv: "Nei, þeir eru með eyrnahlífar og eru bara að skjóta leirdúfur. Þetta er þekkt sport og keppt í því víða um land."

Fréttir um ísbjarnaheimsóknir á Íslandi hafa látið engan ósnortinn. Eru synir Sivjar að þjálfa sig upp í að verða næstu ísbjarnaskyttur Íslands?

Siv hlær. "Nei, nei, þeir skjóta bara leirdúfur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.