Lífið

Amy Winehouse ekki með berkla

Amy Winehouse hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið.
Amy Winehouse hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið.
Læknar sem hafa meðhöndlað vandræðabarnið og sálarsöngkonuna Amy Winehouse síðan hún hné niður á heimili sínu á mánudag sendu hana í berklapróf.

„Amy er með sýkingu í brjóstholi og fór í berklapróf sem var neikvætt," sagði talsmaður hennar við People tímaritið. Hann neitaði sögusögnum sem birtar höfðu verið í breskum fjölmiðlum, þess efnis að söngkonan hefði hóstað upp blóði eftir að hún var flutt á sjúkrahús.

Fleiri próf eru fyrirhuguð á söngkonunni, og munu læknarnir innan skamms ákveða hvort hún sé fær um að koma fram á þeim tónleikum sem fyrirhugaðir eru hjá henni á næstunni. Helmingslíkur eru sagðar á því að hún fái að syngja í níræðisafmæli Nelsons Mandela síðar í mánuðinum. „Henni þætti frábært að geta komið fram þar. Hún vill alltaf taka þátt í svona málum," sagði talsmaðurinn. „En hún mun fara að fyrirmælum læknanna."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.