Lífið

Djásn Beckhams „lagfærð“ fyrir nærfataauglýsingarnar?

Dæmi hver fyrir sig.
Ný auglýsingaherferð fyrir nærfatalínu Emporio Armani með hinn föngulega David Beckham í fararbroddi hefur sem sú fyrri vakið nokkrar vangaveltur. Og sem fyrr snúast þær um hvort Beckham hafi fengið aðstoð við að fylla út í níðþröngar bómullarnærurnar.

Skömmu eftir að þrjátíu metra há auglýsing úr herferðinni var afhjúpuð fyrir framan Macy's verslunina í San Fransisco fyrr í vikunni fóru efasemdaraddirnar á stjá. Vöxtur Beckhams þótti einum of veglegur til að vera ekta.

Blaðamenn Daily Mail grófu af þessu tilefni upp gamlar myndir af kappanum í svipuðum klæðnaði. Myndirnar, sem sýna Beckham í hvítri sundskýlu á strönd árið 2006, eru nokkuð frábrugðnar þeim í Armani auglýsingunum að einu leiti. Efnið í skýlunni er ekki alveg jafn „strekkt".

Leitt er að því líkur í greininni að grafískir hönnuðir beri ábyrgð á muninum, en því þverneita talsmenn Beckhams. „Það var engu breytt á þessu svæði," var haft eftir talsmanninum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.