Lífið

Spaugstofumaður ætlar að vinna við hafnarvörslu

Pálmi hefur meðal annars slegið í gegn í hlutverki Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.
Pálmi hefur meðal annars slegið í gegn í hlutverki Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.

Pálmi Gestsson, sem best er þekktur fyrir leik sinn í Spaugstofunni, hyggst starfa við hafnarvörslu í Bolungarvík í sumar. Þetta kemur fram á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta.

„Bróðir minn er yfirhafnarvörður og hann kemst ekkert í frí, þannig að ég verð að sjá aumur á honum. Ég veit ekki alveg hvað ég verð lengi, en held ég þurfi að dekka tvö sumarfrí. Við verðum að sjá hvernig þetta fer og hvort ég geti ekki lært að vigta, ég vona að ég hafi einhverja hæfileika í það," er haft eftir Pálma á BB.

Pálmi er frá Bolungarvík en hefur lengst af búið í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.