Innlent

Allir vilja keyra strætó

Tugir bílstjóra eru nú að biðlista eftir að fá að aka strætó, en ekki þarf að fara lengra aftur en til síðastliðins sumars, að það var með naumindum að hægt væri að halda uppi akstri á öllum leiðum vegna mannekklu.

Að sögn Steindórs Steinþórssonar deildarstjóra hjá Strætó, eru það einkum vörubílstjórar sem nú sækjast eftir vinnu, en annars eru umsækjendur úr mörgum stéttum þjóðfélagsins, meðal annars viðskiptafræðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×