Lífið

Ásdís Rán vill selja IceModels

MYND/ArnoldStúdio

„Ég vona bara að ég finni áhugaverðan einstakling með eldmóð sem getur fetað í mín fótspor," segir fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún auglýsir á blogginu sínu í dag eftir kaupanda að fyrirsætuskrifstofu sinni, IceModels, og umboðinu fyrir Hawaiian tropic og fleiri fyrirsætukeppnir.

Ásdís býr í Svíþjóð, og segir ástæðuna fyrir sölunni ekki síst vera hve erfitt er að sinna fyrirtækinu að utan. „Ég get ekki staðið í þessu frá öðru landi, ég hef ekki tök á því að vinna þetta héðan. Í staðinn fyrir að ég klúðri fyrirtækinu þá vil ég frekar að einhver annar sinni því." segir Ásdís, sem sjálf hefur í nógu að snúast við að sitja fyrir og sinna börnum og búi.

„Mig langar rosalega að geta gert allt en þetta er eiginlega bara sprungið. Ég næ ekki að sinna þessu nógu vel líka," segir Ásdís sem er þó alls ekki komin með leið á módelbransanum. „Nei alls ekki, þetta er mitt líf."

Blogg Ásdísar 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.