Innlent

Fundi með hagsmunaaðilum lokið - Beðið eftir bönkunum

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gengu rétt í þessu af fundi í ráðherrabústaðnum sem hófst klukkan átta. Þeir vildu lítið segja um gang mála í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina en Vilhjálmur sagðist vera á leið á fund með félögum sínum í SA þar sem þær tillögur sem uppi eru verða ræddar.

Stuttu síðar komu þeir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands út en þeir eru í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Að þeirra sögn er staðan í augnablikinu sú að beðið sé skýrari skilaboða frá bönkunum um það hvernig þeirra aðkoma að málum verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×