Innlent

Fjölskylduhjálp ekki rekin út úr húsnæði og innheimtu skuldar frestað

Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. MYND/Hari

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag þá tillögu borgarstjóra að Fjölskylduhjálp Íslands fái áfram afnot að húsnæði við Eskihlíð á meðan mál Fjölskylduhjálparinnar eru til skoðunar.

Fram hefur komið að Fjölskylduhjálpin skuldi borginni húsaleigu og samþykkti borgarráð að fresta innheimtu á þeirri upphæð. Meirihluti borgarráðs segir enn fremur mikilvægt að leita lausna á þeim húsnæðis- og fjárhagsvanda sem Fjölskylduhjálpin. Í því ljósi taki borgarráð undir þau sjónarmið sem velferðarráð hefur sett fram og hvetur til þess að afgreiðslu styrkbeiðnar verði hraðað sem unnt er.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×