ÍTR ætlar að standa við gefin loforð 19. febrúar 2008 22:42 Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira
Íþrótta- og Tómstundaráð Reykjavíkur ætlar að standa við gefin loforð um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Þetta segir í greinargerð frá Bolla Thoroddsen formanni ÍTR í kvöld, þar sem hann svarar áliti Dags B. Eggertssonar sem fram kom hér á Vísi síðdegis í dag. Dagur sagði að mikið vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkurinn gæti efnt loforð sín um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni og lét í veðri vaka að nokkur af íþróttafélögunum í borginni ættu von á litlum fjárframlögum á næstu árum. Vísir leitaði viðbragða formanns ÍTR í kvöld og hann vísar ummælum dags á bug. Hann segir meirihluta ÍTR ætla að standa við þau áform sem gefin hafi verið út um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en segir að betur eigi eftir að fara yfir þau mál með félögunum í borginni og bendir á að ábyrg fjármálastjórn sé lykilatriði í stefnu meirihlutans. Hér fyrir neðan má lesa svar Bolla í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingum Dags B. Eggertssonar í fjölmiðlum um framtíðaráform Íþrótta og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, þar sem segir að "engar áætlanir séu uppi um að verja fjármunum til uppbyggingar á framtíðarsvæði Fram í Úlfarsfelli, auk þess sem framkvæmdir á vegum ÍR, KR og Fylkis séu í uppnámi", vill formaður ÍTR, Bolli Thoroddsen koma eftirfarandi á framfæri um leið og hann þakkar Degi fyrir að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki: Í áhersluatriðum og forgangsröðun fulltrúa F-listans og Sjálfstæðisflokks í málefnum Íþrótta- og tómstundaráðs sem kynnt var á fundi ráðsins 8. febrúar sl. segir m.a: "Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR". Meirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs mun standa við þau áform sem gefin hafa verið um uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en telur nauðsynlegt að fara yfir þau mál, vel og vandlega með félögunum með tilliti til forgangsröðunar og á hvern hátt skuli staðið að þeirri miklu uppbyggingu sem óskað hefur verið eftir. Auk þess sem ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði í stefnu núverandi meirihluta og miða þarf útgjöld borgarinnar við áætlaðar framtíðartekjur. Vinna við skipulagsmál á svæðum félaga er nú í fullum gangi, sem sjá má m.a. í fundargerð síðasta fundar Skipulagsráðs 13. febrúar 2008: En þar er tekið fyrir íþróttahús ÍR í S-Mjódd, íþróttahús og vellir Fram í Úlfarsárdal og fimleikahús, vellir og stúka fyrir Fylki. Í farvegi eru einnig breytingar á vallarmálum Þróttar í Laugardal og uppbygging hjá Fjölni við Dalhús og á Gufunesi. Þá eru að hefjast viðræður við KR um þeirra mál. Ekki liggur fyrir endanlega með hvaða hætti skipulag þessara svæða verður og ekki liggur heldur fyrir endanlega með hvaða hætti þessi mannvirki verða byggð, hvort þau verða byggð á vegum borgarinnar, á vegum félaganna með samningum við borgina eða með öðrum hætti. Nú verður af hálfu ÍTR, Skipulagssviðs og Eignasjóðs Reykjavíkur farið í viðræður við þessi félög um skipulagsmál, hönnun mannvirkja, framkvæmdaröðun, fjármögnun og aðra þætti sem m.a gætu snúið að samnýtingu mannvirkja eins og t.d knattspyrnuvalla með stúku, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur KSÍ.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira