Barnapía Nicole Richie og Joel Madden rakar þessa dagana inn yfirvinnutímum. Rétt rúmur mánuður er liðinn frá fæðingu dóttur þeirra, Harlow Winter Kate Madden, en þau láta það ekki stöðva sig í því að stunda skemmtanalífið af krafti.
Helgina sem Grammy-verðlaunahátíðin stóð yfir þræddu skötuhjúin partýin bæði kvöldin. Síðustu helgi skelltu þau sér aftur út á lífið og eyddu nokkrum gæðastundum með Lindsay Lohan og bróður Joels á Roosevelt hótelinu í Hollywood. Þau fóru ekki heim fyrr en barinn lokaði, og var haft eftir einum viðstaddra að fátt hefði bent til að lítill grislingur biði þeirra heima.
Nicole Richie og Joel Madden dugleg á djamminu

Mest lesið








Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum
Bíó og sjónvarp

Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian
Bíó og sjónvarp
