Lífið

Korselettklædd og svipuveifandi Lily heillaði ekki

Lily er ekki svona hress núna.
Lily er ekki svona hress núna.
Það er ekki gaman að vera Lily Allen þessa dagana. Á þeim rúma mánuði sem liðinn er frá áramótum hefur hún bæði misst fóstur og hætt með kærastanum. Nú hefur nærfatafyrirtækið Agent Provocateur hætt við að nota hana sem andlit - og kropp - nýrrar herferðar fyrirtækisins.

Lily hafði púlað í líkamsrækt svo vikum skipti til að undirbúa sig undir það vandasama verk að taka við kyndli Kate Moss, sem áður gegndi starfinu. Búið var að taka myndir af söngkonunni í korseletti með svipu í höndum, en þær eru líklega á leiðinni í tætarann.

Eigendur fyrirtækisins, hjónin Joe Corré og Serena Rees standa í blóðugu skilnaðarmáli. Serena var valdi Lily fyrir herferðina, en Joe, sem er sonur Vivienne Westwood þverneitaði að nota myndirnar. Lily er sögð miður sín yfir málinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.