Íslenski boltinn

Jón Þorgrímur ekki með á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Pjetur

Jón Þorgrímur Stefánsson verður ekki með Fram er liðið mætir hans gömlu félögum í HK í Landsbankadeild karla á morgun.

Jón Þorgrímur þurfti að fara snemma af velli í fyrsta leik Fram á tímabilinu um síðustu helgi, skömmu eftir að hann skoraði fyrsta mark liðsins í 3-0 sigri á Fylki.

Í ljós hefur komið að hann er tognaður á innanverðu liðbandi í hné og ekki vitað hvað hann verður lengi frá.

„Þetta gæti verið dagaspursmál og gæti einnig verið vikuspursmál. Þetta fer eftir því hversu skjótur bati hans verður en við getum bara vonað það besta," sagði Þorvaldur Örlygsson í samtali við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×