Innlent

Lög um rannsóknarnefnd hugsanlega samþykkt í kvöld

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Allsherjarnefnd Alþingis lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp um sérstaka rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins. Samstaða var í nefndinni um breytingartillögur og er frumvarpið nú til umræðu á þingfundi. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum í kvöld.

Frumvarpið er sérstakt að því leyti að það var lagt fram af Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, og formönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi 26. nóvember.

Rannsóknarnefndin fær rúmar heimildir til að rannsaka aðdraganda og orsök falls bankanna og tengdra atburða.

Allsherjarnefnd lagði til fáeinar breytingar á frumvarpinu og snýr ein þeirra að skipun dómara í nefndina. Í stað þess að dómarar Hæstarétti skipi einn úr sínum röðum í nefndina mun forsætisnefnd Alþingis tilnefna einn þeirra. Rannsóknarnefndin verður jafnframt skipuð umboðsmanni Alþingis og einum háskólamenntuðum sérfræðingi.

,,Skipan rannsóknarnefndar er forsenda þess að hægt verði að gera bankahrunið upp með trúverðugum hætti," segir Ágúst Ólafur og bætir við að um ákveðin tímamót sé að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×