Lífið

Judas Priest á Hróaskeldu

Judas Priest liðar eru enn þá jafn harðir.
Judas Priest liðar eru enn þá jafn harðir.

Breska þungarokksveitin Judas Priest, með Rob Halford fremstan í flokki, hefur staðfest komu sína á dönsku tónlistarhátíðinna Hróaskeldu í sumar. Hróaskelda er stærsta tónlistarhátíð í Norður-Evrópu og verður þetta í fyrsta skipti sem Judas Priest spilar á hátíðinni.

Judas Priest er fyrir löngu orðin goðsagnakend hljómsveit í þungarokksheiminum. Tónlistartímaritið Kerrang tók til að mynda hljómsveitina nýlega inn í heiðurshöll þungarokksins, sem þykir mikil upphefð.

Þökk sé þeim er ljóst að nóg verði um leður og rokk á Hróaskeldu hátíðinni sem þetta árið mun standa yfir dagana 3.-6. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.