Sport

Enn standa gömlu Íslandsmetin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson sundkappi.
Jakob Jóhann Sveinsson sundkappi. Mynd/Vilhelm

Jakob Jóhann Sveinsson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.

Hann synti á 2:15,58 mínútum sem er tæpri sekúndu yfir tveggja ára gömlu Íslandsmeti hans í greininni. Hann var skráður til leiks á 2:16,62 mínútum og bætti því þann tíma um meira en eina sekúndu.

Jakob synti á þriðju braut í öðrum riðli og synti mjög jafnt sund. Hann náði þó ekki að bæta í eftir síðasta snúninginn og þannig ógna Íslandsmeti sínu.

Hann hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Peking en enginn íslensku sundkappanna hefur náð að sýna sitt besta á leikunum til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×