Innlent

Segir stefnt á umsókn til ESB snemma á næsta ári

Mynd/ GVA
Mynd/ GVA

Drög að áætlun fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu hefur verið mótuð í utanríkisráðuneytinu. Hún miðar að því að sótt verði um snemma á árinu 2009 og að gengið verði í sambandið einhvern tímann á árinu 2011.

Þetta segir í frétt Financial Times, sem EU Observer vitnar til í dag. Í greininni er jafnframt sagt frá nefnd Sjálfstæðisflokksins sem Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður gerðu grein fyrir á blaðamannafundi föstudag.

Bent er á að Ísland hafi aldrei sóst eftir Evrópusambandsaðild og að mikil andstaða hafi verið við aðild hingað til. Hins vegar hafi margir skipt um skoðun á síðustu vikum í ljósi bankahrunsins og vilji taka upp evru en forsvarsmenn ESB hafi sagt að það sé ekki hægt án aðildar að sambandinu. Bent er á að um 70 prósent séu nú fylgjandi aðild að Evrópusambandinu samkvæmt könnunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×