Lífið

Daily Mail: Jón Ásgeir og vinir úti á lífinu

Þessi mynd er í Daily Mail í dag og var tekin á 101 Hóteli aðfararnótt síðasta laugardags.
Þessi mynd er í Daily Mail í dag og var tekin á 101 Hóteli aðfararnótt síðasta laugardags.

Breska blaðið The Daily Mail hefur haft blaðamenn á Íslandi undanfarna daga. Blaðið birtir grein í dag þar sem greint frá veru Jóns Ásgeirs og vina á 101 Hóteli á föstudagskvöldið.

Meðal gesta við borð Jóns Ásgeirs voru eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir, viðskiptafélagi hans Þorsteinn M. Jónsson, Ari Edwald, forstjóri 365, og Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri.

Blaðamaðurinn Tom Harper greinir frá því að aðrir gestir staðarins hafi verið afar hneykslaðir á veru Jóns Ásgeirs á staðnum og þeirri staðreynd að hann og vinafólk hans keypti sér sautján þúsund króna vínflöskur til að svala þorstanum.

"Þau hlæja og drekka flösku eftir flösku af dýru víni, án þess að hafa nokkrar áhyggjur af storminum í kringum þau," segir Harper í byrjun greinarinnar.

Jafnframt vitnar hann til orða eins gests á staðnum sem segir að að þetta hafi verið eins og að vera staddur í helvíti og horfa upp á litlu djöflana njóta síðustu daga hins venjulega lífs á Íslandi.

Harper nafngreinir nokkra úr félagsskap Jóns Ásgeirs við borðið á 101. Þar er Jón Ásgeir sjálfur kallaður „The Tycoon" eða „Auðjöfurinn", Þorsteinn M. Jónsson er kallaður „The Banking Boss" eða „Bankastjórinn", Ingibjörg Pálmadóttir er kölluð „The Socialite Hotelier" eða „Samkvæmisglaða hóteldrottningin", Ari Edwald er kallaður „The Media Mogul" eða „Fjölmiðlakóngurinn" og Ólafur F. Magnússon „The Former Mayor" eða „Borgarstjórinn fyrrverandi".

Ólafur F. segir í samtali við Vísi að hann hafi hitt Ara Edwald fyrir tilviljun og sest niður hjá honum til að spjalla. „Við þekkjumst frá fornu fari úr Sjálfstæðisflokknum," segir Ólafur.

Jón Ásgeir hefur ekki farið varhluta af þeim hamförum sem dunið hafa yfir íslendinga á unanförnum vikum. Stoðir, sem er að stærstum hluta í eigu eignarhaldsfélags þar sem hann á meirihlutann, missti kjölfestuhlut sinn í Glitni þegar hann var þjóðnýttur og nú er útlit fyrir að hlutur hans í Baugi Group gufi upp á sama hátt vegna milliríkjadeilu Breta og Íslendinga.

Frétt Daily Mail má sjá hér












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.