Fótbolti

Podolski glímir við meiðsli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lukas Podolski.
Lukas Podolski.

Lukas Podolski gæti misst af leik þýska landsliðsins gegn Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM. Podolski fékk högg á ökklann og æfði ekki með Þýskalandi í dag.

Podolski hefur skorað öll þrjú mörk Þýskalands á EM til þessa. Þá verður Þýskaland einnig án Bastian Schweinsteiger í leiknum en hann fékk rautt spjald gegn Króatíu og tekur út leikbann.

Leikurinn gegn Austurríki ræður úrslitum um hvort Þýskaland komist áfram úr riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×