Innlent

Mikil ófærð og almenningssamgöngur úr skorðum

MYND/Vilhelm

Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals er lokuð vegna snjóflóðahættu til morguns að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. „Mikil ófærð er víðast hvar á landinu, hvetjum við vegfarendur til að kanna færð áður en lagt er af stað. Eftirtaldir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Óshlíð, Gemlufallsheiði, Ísafjarðardjúp, Strandir, Steingrímsfjarðarheiði, Klettsháls, Kleifarheiði, Öxnadalsheiði, Breiðdalsheiði og Öxi,"segir einnig.

„Það eru snjóþekja og skafrenningur á Reykjanesbraut. Þæfingsfærð og snjókoma er víðast hvar á Suðurlandi og stendur mokstur yfir. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Þrengslum og á Sandskeiði og er umferð hleypt yfir í hollum, óvíst er með færð fram eftir kvöldi."

„Á Snæfellsnesi er ófært á Fróðárheiði. Á Skógarströnd er þungfært og stórhríð. Annars er hálka og hálkublettir ásamt skafrenning og éljagang.

Þungfært og stórhríð er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er ekkert ferðaveður og ófært á flestum leiðum. Á Norðurlandi er hálka, éljagangur og snjókoma á flestum leiðum, flughálka og skafrenningur er á Vatnskarði og hálka og skafrenningur Þverárfjalli. Hálka, snjjóþekja og skafrenningur er á Hólasandi og Mývatnsheiði. Þungfært og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka í kringum Egilstaði. Snjóþekja og hálka er á öðrum leiðum. Þungfært og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×