Erlent

Brown vill aðstoða Indverja

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur boðið Indverjum aðstoð í baráttunni við hryðjuverkamenn. Brown er í opinberri heimsókn á Indlandi. Hann sagði við komuna þangað að illviljaðir menn notuðu góð trúarbrögð í illum tilgangi. Allar þjóðir heims þyrftu að sameinast í baráttunni gegn þeim. Bretar vildu leggja sitt af mörkum og væru reiðubúnir að aðstoða bæði Indverja og aðrar þjóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×