Lífið

Lohan eyddi fimm milljónum í brúnkumeðferðir

Maður verður ekki svona á litinn af heilbrigðri útivist eint´ómri.
Maður verður ekki svona á litinn af heilbrigðri útivist eint´ómri.
Eftir nokkrar misvinsælar bíómyndir í röð og dýra vist á meðferðarstofnunum fara sjóðir Lindsay Lohan óðum minnkandi. Slúðurpressan vestanhafs hefur eftir vinum hennar Lohan þurfi sárlega á eins og einni vinsælli bíómynd eða svo að halda til að ná endum saman.

Lohan hefur þó leikið í nokkrum afar vinsælum myndum í gegnum tíðina, og ætti því kannski ekki að vera á flæðiskeri stödd. In Touch Weekly tímaritið tók saman yfirlit yfir það hvert peningar leikkonunnar fóru. Blaðið komst að því að Lohan hefði eytt meira en 315 þúsund dollurum, eða 22 milljónum króna, í meðferðir, og meira en milljón dollurum á hótelum. Blaðið tilgreinir sérstaklega að Lohan um tíma búið á svítu á Chateu Marmot, sem kostaði sem samsvarar tæpum tvö hundruð þúsund krónum nóttin. Kostnaður við brúnkumeðferðir Lohan vekja þó meiri athygli. Samkvæmt blaðinu eyddi hún tæpum fimm milljónum króna í brúnkumeðferðir á árinu.

Leikkonan knáa er þó með hugmyndir um hvernig hún nær sér út úr fjárhagskröggunum. Í viðtali við annað glansrit á dögunum sagði Lohan að hún hefði hugmyndir um að setja á fót sína eigin línu af leggings.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.